TÍMI RAFBÍLANNA
ER RUNNINN UPP!

Við bjóðum fullkomnar hleðslustöðvar fyrir
fjölbýlishús, fyrirtæki og heimili.

Fjölbýlishús, heimili og fyrirtæki

Bílahleðslan er endursöluaðili hinna vönduðu og fullkomnu EVBox hleðslustöðva á Íslandi. Við sjáum um ráðgjöf og uppsetningu hleðslustöðvar fyrir heimili, fjölbýlishús og fyrirtæki. Við erum sérfræðingar í uppsetningu bílahleðslustöðva fyrir fjölbýlishús og bjóðum þar mikið vöruúrval sem hentar ólíkum aðstæðum.

SNJALLSTÖÐVAR

Bílahleðslustöðvar okkar eru snjallstöðvar sem eru búnar möguleikum til álagsdreifingar, stjórnun með appi og hugbúnaði til eftirlits. Stöðvarnar eru búnar ólíkum eiginleikum sem henta við mismunandi aðstæður. Minni hleðslustöðvar má bæði festa á vegg eða setja upp frístandandi á súlu.  Stýring hleðslu getur ýmist verið með sjálfvirkri ræsingu, hleðslulykli / hleðslukorti eða með appi.

Heimahleðsla

Nýtist best við heimanotkun við einbýlis- og fjölbýlishús. Hleður allar tegundir rafbíla sem eru á markaði í dag og eru væntanlegir.

Hleðsla fyrir fjölbýli

Er til einföld eða tvöföld fyrir einn eða tvo bíla. Dreifir orku á hagkvæman hátt með álagsstýringu. Fjarstýrð vöktun, auðvelt utanumhald hleðslukostnaðar.

Hleðsla fyrir fyrirtæki

Samhæfð fyrir allar gerðir hleðslunets. Tengimöguleikar við ýmsa hugbúnaðarframleiðendur veitir aukinn sveigjanleika.

Þjónustuvefur

Á þjónustuvef fá kaupendur aðgang að umsjónarforriti fyrir bílahleðslustöðvar. Forritið gerir bæði eigendum hleðslustöðva og ökumönnum ökutækja kleift að hefja / stöðva, fylgjast með og reikna fjölda hleðslustunda. Það gerir einnig rekstraraðilum kleift að hafa fulla stjórn á orkunotkun hleðslustöðvanna.

Hugbúnaðarlausnir

Fjarstýrð vöktun fer fram í gegnum hugbúnað á netinu. Þar er einnig mögulegt að stjórna öllu utanumhaldi hleðslukostnaðar. 
Tengimöguleikar við ýmsa hugbúnaðarframleiðendur veitir svo aukinn sveigjanleika.